miðvikudagur, september 29, 2004

Karahnjukar


Kárahnjúkar
Originally uploaded by Agnesj.
Langar að minna á perlu hálendisins sem er afar falleg!

Samanburður á skólum í upplýsinga og tæknimennt

Eftir samanburð á þessum skólum í Vesturbænum kemur bersýnilega í ljós mismunandi áhersla á Upplýsinga- og tæknimennt. Allir kennarar í V-skóla eru tölvukennarar og þar kemur ekki fram hvort einhverjir hafi verið að vinna markvisst í því. Fyrir utan það að nokkrir kennarar fóru á námskeið, en ekki kemur fram hvort það nýtist þeim. Í Melaskóla eru greinilega kennarar Þar með brennandi áhuga á þessu sviði sem speglast í nokkrum fögum s.s. tónmennt, þar sem nemendur nota hljómborð tengt tölvunni í tónsmíði. Einnig mátti skilja sem svo að kennarar þar nota þessar tvær tölvur í skólastofunni fyrir kennsluforrit markvisst fyrir nemndur. Þar er ágætis aðgengi að tölvum. Það kemur ekki fram hjá Vesturbæjarskóla en þar segir umsjónamaður tölvumála að mótun skýrari markmiða í upplýsingatækni sé í býgerð. Einnig að á áætlun sé að tengja netið við verkgreinastofurnar. Í Melaskóla er gaman að sjá hvernig smíði og tölvur vinna skemmtilega saman. Þar virðist áhugi kennarans vera í fyrirrúmi og markar þar af leiðandi tæknilegri vinnu inn í þetta fag. Ég hef þetta ekki lengra í bili en þessi samanburður var áhugaverður og það kemur í ljós hvað skólar eru misvel búnir varðandi Upplýsinga-og tæknimennt.mánudagur, september 27, 2004

Vefleiðangur

Vefleiðangurinn er enn í býgerð og gengur nokkuð vel. Ég notaði góða veðrið í dag til að njóta útsýnisins af Ægisíðunni og tók nokkrar myndir sem gott er að grípa til í verkefnum.

fimmtudagur, september 23, 2004

Vefrallý

Þá er komin hugmynd af Vefrallý.
Verkefnið er fyrir nemendur í 4.bekk og er ætlunin að nemendur kynnist Flóru Íslands, þá sérstaklega blómaplöntum.
http://www.floraislands.is/

Nemendur vinna í tvenndum og eiga þau að taka tímann á því hversu lengi þau eru að svara spurningunum. Nemendur eiga að skrá svörin við spurningunum á word skjal og senda það á póstfang kennarans.

Áætlaður tími í verkefnið er 1-2 kennslustundir.
Hérna koma spurningarnar:

Hvar er Aðalbláberjalyng algengast?

Hvenær blómstrar Beitilyng?

Hvar er Blágresi algengast?

Í hvað er Blóðberg notað?

Hvar er Blóðberg algengast?

Hvernig er Dýragras á litinn?

Hefur Eyrarrósin stærstu eða minnstu blómin af íslenskum dúnurtum?

Hvar vex Eyrarrósin mest?

Hvers vegna festist Gleym-mér-ei á fötum?

Hvað nefnast blöðin á Holtasóley?

Er Ilmbjörkin algengasta eða sjaldgjæfasta skógartréð á Íslandi?

Hvernig eru blóm Geldingahnappsins á litinn?

Hvenær blómgast Lambagrasið?

Hvað verður Njóli hár?

Hvar er Túnfífill algengur?

Hvernig eru blóm Krossmöðru á litinn?

Þessi upplýsingavinna var mjög skemmtileg og hlakka ég til að nota hana í kennslu!
Vefleiðangurinn er í býgerð!

Agnes


Agnes
Originally uploaded by Agnesj.
Vona að þessi mynd sé komin inn á bloggið?

flickr

Ég er búin að setja myndir inn á flickr og tengdi við bloggið en ekki viss um að það hafi gengið upp, kemur í ljós. Er að hugsa vefleiðangurinn.
Salvör, getur þú séð hvort myndin sé komin inn á bloggið mitt?

fimmtudagur, september 16, 2004

Bloggið

Að blogga. Það gengur vel og er örugglega ánægjulegast yfir kaffibollanum á morgnana. Sérstaklega eftir yfirlestur dagblaðanna og kommendera á það sem þar er skrifað. En að láta greinar um verkfall kennara ekki koma sér úr jafnvægi í rólegheitum yfir kaffibolla númer tvö.
Nóg í bili.

miðvikudagur, september 15, 2004

Fréttaveitur RSS

Fréttalesarar eru mjög spennandi og bloglines er kerfi sem er alveg makalaust. Verð að ná tökum á því "í rólegheitum"
http://www.bloglines.com/resendval
http://agnesj.blogspot.com/

mánudagur, september 13, 2004

Veðurfar

Loksins hætt að rigna og sólin yfirtekur landann.

Veður

sunnudagur, september 12, 2004

Prófa bloggið

Prófa hérna hvort allt virkar...