fimmtudagur, september 23, 2004

Vefrallý

Þá er komin hugmynd af Vefrallý.
Verkefnið er fyrir nemendur í 4.bekk og er ætlunin að nemendur kynnist Flóru Íslands, þá sérstaklega blómaplöntum.
http://www.floraislands.is/

Nemendur vinna í tvenndum og eiga þau að taka tímann á því hversu lengi þau eru að svara spurningunum. Nemendur eiga að skrá svörin við spurningunum á word skjal og senda það á póstfang kennarans.

Áætlaður tími í verkefnið er 1-2 kennslustundir.
Hérna koma spurningarnar:

Hvar er Aðalbláberjalyng algengast?

Hvenær blómstrar Beitilyng?

Hvar er Blágresi algengast?

Í hvað er Blóðberg notað?

Hvar er Blóðberg algengast?

Hvernig er Dýragras á litinn?

Hefur Eyrarrósin stærstu eða minnstu blómin af íslenskum dúnurtum?

Hvar vex Eyrarrósin mest?

Hvers vegna festist Gleym-mér-ei á fötum?

Hvað nefnast blöðin á Holtasóley?

Er Ilmbjörkin algengasta eða sjaldgjæfasta skógartréð á Íslandi?

Hvernig eru blóm Geldingahnappsins á litinn?

Hvenær blómgast Lambagrasið?

Hvað verður Njóli hár?

Hvar er Túnfífill algengur?

Hvernig eru blóm Krossmöðru á litinn?

Þessi upplýsingavinna var mjög skemmtileg og hlakka ég til að nota hana í kennslu!
Vefleiðangurinn er í býgerð!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home