miðvikudagur, október 27, 2004

Yfirvinna

Hef ekki bloggað í smátíma en vona að það komi ekki að sök. Hef enga mynd í þetta sinn en get sagt að Danmerkurferðin var stórkostleg sem ég fór síðustu helgi. Það er bara eitthvað við Dani þeir eru notalegir og borgin skemmtileg. Ég tók reyndar myndavélina með og var með hana í töskunni allan tíman en tók ekki eina einustu mynd, ótrúlegt en satt. Einbeitti mér vel að öðru í staðinn!
Ætla að einbeita mér að örkennslunni næstu daga og ná tökum á því.
Mér finnst að Salvör mætti kynna færri verkefni og fara frekar betur í önnur til að við næaum betri tökum á þeim.

mánudagur, október 18, 2004

Verkfall kennara

Flestir orðnir þreyttir á verkfallinu og þá er ég að tala um umræðuna um verkfallið. Svo margt hefur verið sagt, allir að reyna að toppa alla í einhverjum setningum. Síðast heyrði ég einhvern segja að kennarar verði að slaka á kröfum sínum svo að sátt náist meðal samningarnefnda. Allt sem hefur verið sagt er löngu gleymt og ekkert hægt að segja til að samningar komist á.
Að hækka laun kennara er það eina sem hægt að að gera í stöðunni og sveitarfélögin verða að finna leið að því og það strax! Alltaf talað um hvað börnin okkar eru mikilvæg, framtíð þjóðar okkar og svo framvegis. Þetta eru innantóm orð, það er ekki að sjá á launum kennara að börnin í þessu þjóðfélagi hafi neinn forgang!

þriðjudagur, október 12, 2004

Moviemaker og tónlist

Það hefur gengið vel að finna efni fyrir verkefnið en ekki eins vel að finna tónlisina sem á að vera samhliða verkefninu. Ég hef reynt að sækja það á jon.is og hugi.is en ekki gengið eins vel. Fæ vonandi aðstoð með það í næstu kennslustund hjá Salvöru.
Ánægjulegt er hins vegar að geta farið á stutt námskeið á miðvikudaginn í kennslu á front page. Sem sagt alltaf nóg að gera!

laugardagur, október 09, 2004

Midborgin


Midborgin
Originally uploaded by Agnesj.
Er tetta a Islandi eda a Italiu?
Þetta er midborg Reykjavikur i oktober. Er ad undirbua moviemaker, finn tad vonandi i tolvunni minni svo eg geti unnid tetta heima. Kannski er haegt ad hlada tessu forriti inn timabundid!

miðvikudagur, október 06, 2004

stuttmyndagerð

Örkennsluverkefnið kynnt og gera glærur og myndrænt. Video eða svona talking heads. Skoða þetta á heimasíðu námskeiðsins.
Útskýrir maistjörnulagið, einhverskonar ljósmyndasaga.
Moviemaker windows, Mp3, save target as, 640sinnum480 vista myndirnar í þessu verkefni þannig.
Import pictures velja t.d. 3 myndir. Import audio or music þá að velja lag, Salvör var með lag á desktop. Dregur myndirnar niður í vinnslugerð neðst. Drag að videp effect....í edit movie, smella niður, draga valið á viðeigandi mynd.
Skoða ramma á milli, sýnir hvernig fléttast á milli, splundrast skjár...
Unnið er í storyboard/showtimeline, klikk á það þá er hægt að flakka á milli.
Ef nota á eigin myndir þá jpg og 640x480 pixlar. Hægt að láta myndir koma yfir hverja aðra fade saman, fara neðst á borðan þar sem búið er að draga myndir.
Save movie file, þá er myndin vistuð á my documents, á að vera eitt megabite/video for broadband þá verður það eitt mb. 30 sek - 1 mín. verkefni
Sækja lög á jon.is eða hugi.is

þriðjudagur, október 05, 2004

Haustið hörfar


100_2120.JPG
Originally uploaded by Agnesj.
Sídustu skot haustsins, bratt verdur allt fokid burt!

Hreyfimyndir

Var að velta því fyrir mér hvort hægt væri að gera hreyfimynd í photo shop eins og Salvör sýndi í síðasta tíma, að mér skilst í firework. Var ekki í þeim tíma en fékk upplýsingar um hvað fram fór í honum af samnemanda mínum. Er búin að kynnast photo shop og langar að kynnast því umhverfi nánar. Það á ekki nógu vel við mig að staldra við ný forrit ekki nema eingöngu til að hafa opnað þau.
Það er farið að urla á vetri, bara 3 stiga hiti í morgun brbrbr...