mánudagur, október 18, 2004

Verkfall kennara

Flestir orðnir þreyttir á verkfallinu og þá er ég að tala um umræðuna um verkfallið. Svo margt hefur verið sagt, allir að reyna að toppa alla í einhverjum setningum. Síðast heyrði ég einhvern segja að kennarar verði að slaka á kröfum sínum svo að sátt náist meðal samningarnefnda. Allt sem hefur verið sagt er löngu gleymt og ekkert hægt að segja til að samningar komist á.
Að hækka laun kennara er það eina sem hægt að að gera í stöðunni og sveitarfélögin verða að finna leið að því og það strax! Alltaf talað um hvað börnin okkar eru mikilvæg, framtíð þjóðar okkar og svo framvegis. Þetta eru innantóm orð, það er ekki að sjá á launum kennara að börnin í þessu þjóðfélagi hafi neinn forgang!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home