sunnudagur, nóvember 28, 2004
Þá fer námskeiðinu Upplýsingatækni og skólastarfi brátt að ljúka. Ég er búin að læra mjög mikið enda búin að eyða miklum tíma í þetta námskeið.Það er frábær skjákennsla hjá Salvöru inn á heimasíðunni hennar um notkun á frontpage. En þetta er besta leiðin til þess að nemendur geti bjargað sér sjálfir. Er að leggja lokahönd á heimasíðuna mína og hérna er slóðin. http://nemendur.khi.is/margjons
þriðjudagur, nóvember 23, 2004
Hópverkefni
Erum þessa dagana að vinna í verkefni Movie Maker. Mikil vinna fellst í því að hlaða öllu inn og að klippa allt saman. Þetta gengur vel en er tímafrekt. Hlakka til að sjá afraksturinn. Hittumst á sunnudaginn var og bökuðum lagteru til að nota myndbandið í verkefnið.
laugardagur, nóvember 20, 2004
Tæknisaga
Það var áhugavert að gera tæknisöguna og sjá hversu mikið tækninni hefur fleygt fram síðustu árin. Ég gerði mér grein fyrir því að ég er háðari tækninni en ég hélt og ekki laust við að ég sé tæknióð. En ekki orð um það meira. Vinn að því um helgina að klára sem flest verkefni á önninni. Á morgun er hópastarf, ætlum við að taka fyrir kennsluefni á vef, stuttmynd um kökubakstur. Já, það styttist í jólin og ekki frá því að jólaskapið sé á frumstigi.
mánudagur, nóvember 15, 2004
Photostory3
Ég gerði stuttmynd með photostory3 og gekk það mjög vel. Ég gat auðveldlega sett inn myndir og náði í hljóð með windows media player. Þetta er mjög auðvelt forrit og get ég vel séð fyrir mér að börn frá 8 ára aldri geti notað þetta forrit í grunnskólanum í verkefnagerð. Gat reyndar ekki sett inn forsíðu en í hjálpinni í forritinu kemur fram að það sé hægt en mér tókst það því miður ekki. Reyni áfram og vona að það gerist fyrr en síðar. Set þetta inn á heimasíðuna mína á næstu dögum.
föstudagur, nóvember 12, 2004
Kennsluefnagerð
Það fór ekki allt inn á bloggið mitt þannig að ég reyni aftur. Ég vona að kennarar nái góðum samningum og minnki m.a. kennsluskylduna til að hægt verði að búa til kennsluefni fyrir vefinn meðal annars. Svo ég tali nú ekki um "portfolio". Allt tekur þetta tíma og með minni undirbúning er þetta ógerlegt. Svo er bara en og aftur komin helgi!
Heimapróf
Heimaprófinu er þá lokið og gekk vel. Það er ógrynni af efni á vef námskeiðsins upplýsingatækni og skólastarf og efnið sem hægt er að nota til kennslu er mikið. Velti því fyrir mér að ef kennara ná ekki góðum samningum m.a. með því að minnka kennsluskylduna þá verður lítill tími aflögu fyrir kennsluefnagerð. Það er miður. En nú er bara að sjá hvort sett verði lög á kennara. Svo er bara enn og aftur að koma helgarfrí!
miðvikudagur, nóvember 10, 2004
Photostory3
Þá er komið að enn einu forritini. Þetta virkar mjög spennandi og heitir photostory. Það er auðvelt að hlaða því inn og spennandi að skoða þetta frekar.......geri það um helgins....það er að koma að heimaprófi
þriðjudagur, nóvember 09, 2004
4. lota
Nú er að undirbúa sig fyrir blessað heimaprófið. Var að vafra inn á vefnum hennar Salvarar og átti mig á forrium og ýmsu sem þar er. Þá er bara að demba sér í þetta og vona svo það besta á morgun. Þetta verður nú vonandi viðráðanlegt svo heita megi, annars......
laugardagur, nóvember 06, 2004
Vangaveltur
Er á kafi í verkefnavinnu þessa dagana. Fann áhugaverðan link fyrir kennslu í Mediator
Það líður að jólum eða hvað? Auglýsingarnar farnar að kræla á sér. Það er reyndar ekki tímabært enda nóvember rétt hafinn. Er á leið í vettvangsnámm í næstu viku og svo er bara að sjá hvort samningarnir verði felldir. Það getur ekki annað verið, annars.......það kemur ekki annað til greina!
Það líður að jólum eða hvað? Auglýsingarnar farnar að kræla á sér. Það er reyndar ekki tímabært enda nóvember rétt hafinn. Er á leið í vettvangsnámm í næstu viku og svo er bara að sjá hvort samningarnir verði felldir. Það getur ekki annað verið, annars.......það kemur ekki annað til greina!